fimmtudagur, júní 22

riders on the storm

I want to ride my bicycle I want to ride my bike..
þetta söng drottningin heitin og þetta eru orð að sönnu sem lýsa undaförnum dögum í mínu lífi frekar vel.
ég hef tekið það verkefni að mér að kenna mareli litla bróður mínum að hjóla almennilega án hjálpardekkja. kennslan gegnur svona líka rosalega vel þar sem barnið er orðið hjólasjúkt og í morgun var ég vakin fyrir kl.9 til að fara með hann í hjólatúr...magnað!
nú er ég orið alvöru háskólapía á 18 gíra 24 tommu fjallahjóli frá 1991 sem er fjólublátt og bleikt, bara töff.
aðalatriðin sem ég hef reynt að imprinta í lillemand hann marel sólimann er að fylgjast með umferðinni og ekki verða of cocky á hjólinu og stýra beint og ekki gleyma að það þarf líka að hjóla... minn missti sig aðeins um daginn og var farinn að syngja Lordi evróvisionlagið hástöfum þegar hann rokkaði aðeins of mikið og hjólaði í runna.... Hard Rock HALLELÚUUUJJJJJAAAAA... svona var lillemand minn, inni í runnanum og ég stóra systir fyrir aftan að garga á hann: "Sko, ég sagði þér það! Þú verður að fylgjast með því sem þú ert að gera en ekki rokka bara út í loftið drengur!"
Ég hefði kannski átt að gæta orða minna....
ég var að hjóla heim frá ÖnnuK núna áðan eftir dýrindis dag með stelpunum mínum Unni og Örnu og ÖnnuK í sundi, Austurvelli og grilleríi og barnum, svaka fínt allt saman. Ég sémsagt er á fleygiferð niður Hverfisgötuna að raula "And we were in love....." þegar mín missir tökin svona rosalega á tryllitækinu og pedalarnir slást í ný tannaða fæturnar og ég inni í næsta runna rétt hjá Þjóðleikhúsinu.
Splissss
Splasss
Sigga með lauf í munninum og hárinu.
og enginn til að garga á mig -itolduso-
Ég komst þó heim heil og höldnu án allra brotinna beina með aðeins örfáar skrámur.
eins gott ég fari varlega á hjólinu mínu í framtíðinni, ég er ekki vanur hjóla-dani svo að þetta gæti tekið smá tíma. ég er bara íslensk stelpa sem hætti að hjóla 14 ára því að þá þótti það ekki kúl lengur. ég held að það sé laumulega í tísku í rvk núna án þess þó beint að rembast við að vera það. mér finnst gaman að hjóla og mér finnst það sniðugt og ótrúlega hentugt hversu snögg ég er að komast heim til mín úr miðbænum...svo er þetta líka svo helvíti góð líkamsrækt, allavega eru dönsku píjurnar meget smuk svo að ekki sakar að reyna...
það má heldur ekki gleyma því að ég er í þöglum mótmælum gagnvart bensínverðinu á íslandi og mengun í heiminum.
sigga hjólar.
ég og arna höfum stofnað klúbbinn sætar stelpur og snorri; við hjólum í sund og syndum svo nokkrar ferðir, allt með honum snorra okkar að sjálfsögðu.
þessa dagana þegar sólin skín svo fagurlega hátt á lofti án allra skýjatruflana þá mun hjólið, annaK og laugardagslaugin eiga hug minn og líkama, ef einhvern vantar að ná í mig þá mun ég var í lauginni eða bara á austurvelli, það er að segja ef það er sól úti, annars er ég heima með símann á silent að skrifa litla sögu eða lesa litla bók.
helgin stefnir í mikla og marga viðburði þar sem við stelpurnar erum að plana að leggja land undir fót, vinir frá fjarlægum löndum koma heim, familien fer til spánar, stelpan vinnur sér inn aukapening og stefnir á að fara í eitt rannsóknarverkefni og sjá til með eitt annað verkefni og kannski svo labba Esjuna, svona ef ég nenni þegar þessu öllu er lokið.
ég fagna komu sólarinnar og vona svo innilega að hún sé komin til að vera. ég nenni ekki þessari rigningu lengur, ég bara hreinlega get ekki meir, ég verð að fá að ná að tanna mig og sýna í litlu sætu sumarfötunum mínum, ég bara hreinlega get þetta ekki lengur og hananú! veðurfregnir segja að von sé á betri tíð, ég bið ykkur að krossa fingurnar og spenna greiparnar með mér... kannski maður fari bara í kramhúsið og læri afró til að geta hóað fram sólina, ætla það sé ekki hægt að gera sóldans alveg eins og regndans?

ég á mér lítið leyndarmál og það tengist myndinni hérna....
ég get ekki sagt frá því því þá er það ekki leyndarmál en það er kannski ekki mikið leyndarmál þar sem margir sem mig þekkja vita þetta en...... og þó......
æ what the hell,
ég er brúðkaupsobsessed!
ekki jafn slæm og Muriel en koming klós tú it...
ég bara elska brúðkaup, besta partí sem hægt er að plana, by far.

ég kokkaði í einu slíku seinustu helgi með pabba og gazza bró og hafði mikið gaman af...


ég verð að fara lúlla mér í minn haus, spáð sundveðri á morgun og stelpan veit að það er heitast milli kl.11 og 15 og vill því vera í sundi á þeim tíma.

ég kveð því í bili á þessum lengsta degi ársins...

siggadögg
-sem er ekki að fara gifta sig-

3 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Hvenær var stofnfundurinn??
ash

Nafnlaus sagði...

Líst vel á að þú labbir Esjuna :) En það er erfiðara en margir halda , en ég hef trú á þér baby :)Þarf svo að hitta þig við tækifæri og spjalla aðeins við þig yfir einum svissmokka ;)

Sigga Dögg sagði...

hringdu bara ljónið mitt, ég er alltaf til í kaffi og með því :)